Uppnám á loftslagsráðstefnu

Fundargestir á loftslagsráðstefnunni í dag.
Fundargestir á loftslagsráðstefnunni í dag. Reuters

Upp­nám varð í dag á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í Kaup­manna­höfn þegar full­trú­ar þró­un­ar­ríkja gengu út af fund­um vinnu­hópa og Kín­verj­ar sökuðu vest­ur­veld­in um að beita brögðum.

Þró­un­ar­rík­in segja, að þróuðu rík­in verði að standa við þær skuld­bind­ing­ar, sem þau und­ir­geng­ist í Kyoto-sátt­mál­an­um um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda fyr­ir árið 2012.

Þá segja sendi­menn, að greini­leg spenna hafi komið fram á fundi um­hverf­is­ráðherra 50 ríkja í gær milli Banda­ríkja­manna og Kín­verja.  Eru Kín­verj­ar sagðir hafa gefið í skyn, að þeir muni ekki taka þátt í því með vest­ur­veld­un­um að fjár­magna bar­áttu  þró­un­ar­ríkja gegn gróður­húsa­áhrif­um.

Gert er ráð fyr­ir að ráðstefn­unni ljúki um næstu helgi. Von er á leiðtog­um allt að 120 ríkja til Kaup­manna­hafn­ar á loka­sprett­in­um. Reynt verður að koma í veg fyr­ir, að ráðstefn­unni ljúki án nokk­urr­ar niður­stöðu  eins og gerðist á lofts­lags­ráðstefnu í Haag árið 2000.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert