Engar tölur í nýju uppkasti í Kaupmannahöfn

Grænfriðungar mótmæltu með óhefðbundnum hætti framan við danska þinghúsið í …
Grænfriðungar mótmæltu með óhefðbundnum hætti framan við danska þinghúsið í gær. Reuters

Nýtt upp­kast að loka­yf­ir­lýs­ingu lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna í Kaup­manna­höfn var birt í morg­un en í því eru eng­ar töl­ur um los­un gróður­húsaloft­teg­unda og eng­in mark­mið sett fram um sam­drátt í slíkri los­un. Þá voru held­ur eng­ar upp­hæðir nefnd­ar varðandi fram­lög til fá­tæk­ari ríkja svo þau geti gripið til aðgerða gegn loft­meng­un.

Verið er að fjalla um þessi mál í litl­um ráðherra­hóp­um í þeirri von, að sam­komu­lag ná­ist fyr­ir föstu­dag þegar leggja á niður­stöðuna fyr­ir þjóðarleiðtoga.

Mark­mið ráðstefn­unn­ar er að ná sam­komu­lagi um samn­ing, sem taki við af Kyoto-sátt­mál­an­um árið 2012.  

Alls eiga 194 þjóðir aðild að lofts­lags­sátt­mála SÞ. Þjóðarleiðtog­ar eru nú að koma til Kaup­manna­hafn­ar til að taka þátt í loka­spretti ráðstefn­unn­ar. Í morg­un kom Robert Muga­be, for­seti Simba­bve, þangað. Þá er Arnold Schw­arzenegger, rík­is­stjóri í Kalíforn­íu, í borg­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert