Læknar á sjúkrahúsi í norðausturhluta Brasilíu kölluðu til lögreglu eftir að þeir fundu fimmtíu saumnálar við röntgenmyndatöku á tveggja ára dreng. Móðir barnsins gat engar skýringar gefið á nálunum og læknar telja að hann hafi ekki gleypt þær.
Fjölskylda drengsins fóru með á sjúkrahúsið Barreiras í Bahia-fylki á sunnudag en þá var ástand hans talið alvarlegt. Móðir hans sagði drenginn hafa kvartað undan magaverkjum auk þess sem hann hafði kastað upp.
Drengurinn var lagður inn á gjörgæsludeild og eftir röntgenmyndatöku kom í ljós hvers kyns var. Ein nálanna gerði gat á lunga drengsins. Nálarnar fundust í hálsi, fótum og kviðarholi. Talið er að þeim hafi verið stungið undir húð drengsins.
Móðir drengsins sagði lögreglu síðar að afi drengsins gætti hans reglulega á meðan hún væri í vinnu.
Haft er eftir forstjóra spítalans í brasilískum fjölmiðlum að drengurinn þurfi að öllum líkindum að lifa með margar nálanna. Aðeins þær sem hafa valda honum vandræðum verði fjarlægðar.