Hæstánægð að fá Guantanamo fanga

Íbúar í smábænum Thompson í Illinoisríki eru hæstánægðir með annars umdeilda ákvörðun bandarískra stjórnvalda, að flytja fanga úr Guantanamo búðunum verði fluttir í nær ónotað fangelsi á bökkum Mississippi. Telja þeir að það verði til þess að halda lífi í bænum sem aðeins telur um 550 íbúa.

Thompson-fangelsið hefur verið nánast tómt síðan það var opnað fyrir átta árum. Helst er um að kenna fjárskorti ríkisins. Julie Hansen, hjá viðskiptanefnd Thompson, segir íbúa afar spennta enda vekur ákvörðunin vonir um að atvinna aukist og fleiri sjái sér fært að flytja til bæjarins.

Bærinn hefur ekki náð sér eftir að herstöð í grennd var lokað fyrir tíu árum síðan. Lítið er af atvinnu á svæðinu og þurfa íbúar margir hverjir að aka um langan veg á degi hverjum.  Talið er að kaup stjórnvalda á fangelsinu geti haft í för með sér 2.300-3.300 störf.

Guantanamo fangelsið.
Guantanamo fangelsið. STAFF
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert