Annan: Bandaríkin taki forystuna

Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að Bandaríkin og önnur auðug ríki verði að vera í fararbroddi í því að grípa til róttækra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Annan segir að það sé eina leiðin eigi fátækari ríki að fylgja í kjölfarið.

Tugir þjóðarleiðtoga koma saman í Danmörku í dag til að að reyna komast að samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Þeirra á meðal er Ban Ki-Moon, núverandi framkvæmdastjóri SÞ.

„Við erum öll í sama báti. Þú getur ekki lagað vanda sem stafar af loftslagsbreytum í einum landi, eða í einu héraði, án þess að gera það annars staðar um leið. Bandaríkin, líkt og öll önnur ríki, eiga að koma til Kaupmannahafnar staðráðin því að ná samkomulagi. Bandaríkin, eins og öll önnur þróuð lönd, verða að vera í fararbroddi í því að draga verulega úr losun, og geri þau það þá er ég viss um að önnur þróunarlönd muni fylgja í kjölfarið. Þar að auki þá verður að vera til sjóður til að styðja við bakið á þróunarríkjunum,“ segir Annan, sem fer nú fyrir herferðinni Tck Tck Tck: Tími fyrir réttlæti í loftslagsmálum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert