Efins um að tveggja gráða samkomulag náist

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. Reuters

Fredrik Rein­feldt, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, seg­ist vera ef­ins um hvort loka­sam­komu­lag ná­ist á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, sem fram fer í Kaup­manna­höfn, sem muni tak­marka hlýn­un jarðar við tvær gráður á cel­síus.

„Við verðum að halda okk­ur við tveggja gráða mark­miðið,“ seg­ir Rein­feldt, en Sví­ar eru nú í for­sæti Evr­ópu­sam­bands­ins. „Ég er hins veg­ar ekki viss hvort við get­um náð því [í Kaup­manna­höfn],“ bæt­ir for­sæt­is­ráðherr­ann við.

Hann lét um­mæl­in falla á fundi Evr­ópuþings­ins í Strass­borg. Rein­feldt og Jose Manu­el Barroso, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, eru vænt­an­leg­ir til Dan­merk­ur síðar í dag þar sem þeir munu taka þátt í lokaum­ræðunum.

Eitt af lyk­il­mark­miðum ráðstefn­unn­ar er að tak­marka meðal­hækk­un hita­stigs í heim­in­um við tvær gráður á cel­síus á öld­inni. Svo það megi tak­ast þá hef­ur ESB heitið því að draga úr los­un kolt­ví­sýr­ings um 20% fyr­ir 2020, þ.e. miðað við þá los­un sem var á ní­unda ára­tugn­um.

ESB hef­ur einnig boðist til að minnka los­un­ina um 30% ef önn­ur ríki, sem menga mikið, eru einnig reiðubú­inn að gera slíkt hið sama.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert