Tannstöngull Dickens sleginn á milljón

Tannstöngull Dickens í fallegri öskju með bréfi sem staðfestir uppruna …
Tannstöngull Dickens í fallegri öskju með bréfi sem staðfestir uppruna hans. Myndin er fengin af vef Bonhams.

Tannstöngull úr fílabeini og gulli, sem var í eigu breska rithöfundarins Charles Dickens, var sleginn á 9.150 dali (um 1,2 milljónir kr.) á uppboði í New York í gær.

Erfingjar Barnes and Noble fjölskyldunnar keyptu verkfærið, sem ber fangamark Dickens. Menn áttu von á því að einhversstaðar á bilinu 3.000 til 5.000 dalir myndu fást fyrir tannstöngulinn.

Talsmaður uppboðshússins Bonhams segir að nafn kaupandans verði ekki gefið upp.

Mágkona Dickens staðfestir í bréfi, sem fylgir með í kaupunum, að Dickens hafi notað tannstöngulinn, allt fram að dánardegi sínum árið 1870.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert