Tókst ekki að sannfæra Rússa

Anders Fogh Rasmussen ræddi m.a. við Dímítrí Medvedev Rússlandsforseta.
Anders Fogh Rasmussen ræddi m.a. við Dímítrí Medvedev Rússlandsforseta. Reuters

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra NATO, hefur ekki tekist að fá rússnesk stjórnvöld til að aðstoða bandalagið í baráttunni við talibana í Afganistan.

Í gær fór hann fram á það við stjórnvöld í Moskvu að þau útveguðu herþyrlur til nota baráttunni og að Rússar myndu aðstoða við þjálfun afganska lofthersins. Rasmussen segir í samtali við breska ríkisútvarpið að hann hafi ekki fengið jákvæð viðbrögð.

Þetta er í fyrsta sinn sem hátt settur yfirmaður NATO heimsækir Rússland frá því átök brutust út á milli Rússa og Georgíumanna í fyrra, en þá versnuðu samskiptin á milli ríkjabandalagsins og Rússa.

Heimsókn Rasmussen, sem stóð yfir í þrjá daga, þykir vera til marks um það að NATO sé hins vegar reiðubúið að styrkja tengslin, að því er sérfræðingar segja. Rasmussen átti m.a. fundi með Dimítrí Medvedev Rússlandsforseta og Vladimír Pútín forsætisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert