Vetrarfærð í Danmörku

00:00
00:00

Það hef­ur snjóað mikið í Dan­mörku og fram kem­ur á vef Berl­ingske Tidende að all­ur mann­skap­ur Falck-björg­un­ar­sveit­anna sé í viðbragðsstöðu, en í gær hafi út­köll­in verið 3.600 tals­ins. Þá er bú­ist við því að dag­ur­inn í dag verði enn anna­sam­ari.

Danska veður­stof­an spá­ir frek­ari ofan­komu og kulda næstu daga. Frá miðnætti og fram til morg­uns, þ.e. áður en morg­un­um­ferðin hófst fyr­ir al­vöru, fór Falck í 450 út­köll vegna um­ferðaó­happa í vetr­ar­færðinni.

Talsmaður Falck seg­ir í sam­tali við Berl­ingske Tidende að hann eigi ekki von á öðru en að dag­ur­inn eigi eft­ir að vera mjög anna­sam­ur. Veðrið und­an­farna daga hafi verið sann­kallað Falck-veður.

Flest út­köll­in koma frá Mið- og Suður-Jótlandi og Fjóni. Vand­ræði fólks eru að ýms­um toga. Allt frá því að koma bíl­um í gang yfir í það að að losa bif­reiðir úr snjósköfl­um. Talsmaður Falck tek­ur þó fram að eng­in al­var­leg slys hafi orðið.

Gestir loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn hafa ekki farið varhluta af ofankomunni …
Gest­ir lofts­lags­ráðstefn­unn­ar í Kaup­manna­höfn hafa ekki farið var­hluta af ofan­kom­unni líkt og aðrir í Dan­mörku. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert