Allt á kafi í snjó

Það snjóar og snjóar
Það snjóar og snjóar Reuters

Mikl­ar taf­ir hafa orðið á sam­göng­um í Bretlandi vegna mik­ill­ar snjó­komu. Víða í Evr­ópu hef­ur snjóað mikið und­an­farna daga og mátti víða sjá bæði börn og full­orðna leika sér í snjón­um í Par­ís á meðan aðrir bölvuðu því að kom­ast hvergi vegna snjó­kom­unn­ar.

Í ná­grenni Lund­úna og víðar á Englandi eyddu fjöl­marg­ir nótt­inni í bif­reiðum sín­um og fresta varð flugi á Gatwick og Lut­on flug­völl­um. Eins urðu mikl­ar taf­ir á lesta­sam­göng­um.

Hef­ur verið mikið ann­ríki hjá lög­reglu og björg­un­ar­sveit­um við að aðstoða fólk við að kom­ast leiðar sinn­ar en spáð er áfram­hald­andi snjó­komu.

Allt á kafi í snjó á Spáni
Allt á kafi í snjó á Spáni Reu­ters
Frá París í gær
Frá Par­ís í gær Reu­ters
Eiffel turninn skartaði sínu fegursta í snjónum í París í …
Eif­fel turn­inn skartaði sínu feg­ursta í snjón­um í Par­ís í gær Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert