Chirac að nýju fyrir rétt fyrir spillingu

Jacques Chirac fyrrum Frakklandsforseti
Jacques Chirac fyrrum Frakklandsforseti Reuters

Fyrrverandi forseti Frakklands, Jacques Chirac, sætir nú formlegri rannsókn vegna ásakana um að hann hafi misnotað almannafé á meðan hann gegndi embætti borgarstjóra Parísar. Þetta er í annað skiptið sem mál af þessu tagi kemur upp sem varðar Chirac, sem var borgarstjóri frá 1977 til 1995.

Möguleg refsing fyrir sakirnar eru 5 ár í fangelsi og há sekt. Chirac neitar því hinsvegar að hann hafi brotið á sér, en tvö sakamál vofa nú yfir honum og bæði varða borgarstjóratíð hans. Í báðum tilfellum er hann sakaður um að hafa borgað heldri meðlimum flokks hans, RPR, háar upphæðir úr sjóðum sem voru í eigu ráðhússins.

Talið er að allt að 5 milljón evrur hafi verið notaðar til að útvega stjórnmálafélögum hans og ættingjum þeirra innantóm störf. Chirac segist alsaklaus og meira en til í að útskýra sína hlið málsins fyrir dómara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert