Næturfundur í Kaupmannahöfn

Frá Peking í Kína
Frá Peking í Kína Reuters

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur kallaði í gærkvöldi saman umræðufund 26 þjóðarleiðtoga, sem stóð fram á nótt. Á fundinum var rætt um leiðir að því markmiði að leysa úr hnútnum á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, sem hefur einkennst af deilum.

„Við ræddum um það hvernig við getum náð árangri, og við áttum mjög árangursríkar og uppbyggilegar samræður…í næstum tvo klukkutíma,” sagði Rasmussen eftir fundinn. Í dag er búist við því að 118 þjóðarleiðtogar bætist í hópinn í Kaupmannahöfn, þar á meðal Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.

Eftir að þjóðarleiðtogarnir fóru af næturfundinum héldu aðstoðarmenn þeirra áfram að vinna að útfærslum fram eftir nóttu. Þegar Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, fór af fundinum sagði hann að þeir hefðu eftir látið ,,sjerpunum” að vinna í textanum í nótt, svo hægt verði að ræða hann áfram núna í morgun.

Obama mun meðal annars eiga viðræður við Dimitri Medvedev, forseta Rússlands, í Kaupmannahöfn í dag. Munu þeir þar ræða um fækkun kjarnavopna.

Kostnaður hefur orðið að aðalmálinu á ráðstefnunni, þó svo hún sé tilkominn vegna ótta við loftslagsbreytingar. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að Bandaríkin séu tilbúin til að taka þátt í að stofna sjóð sem gæti veitt 100 milljörðum dala á ári til þróunarríkja ef að samkomulag næst í Kaupmannahöfn, sem er Bandaríkjamönnum að skapi.

Helsta krafa Bandaríkjamanna er ,,gagnsæi” frá Kína, sem er talið mjög nauðsynlegt ef öldungadeild Bandaríkjanna á að samþykkja lög um takmörkun gróðurhúsalofttegunda.

Kínverjar hafa verið fullir efasemda um þetta og hefur He Yafei, aðstoðarutanríkisráðherra Kína sagt að ríkið sé reiðubúið að taka þátt í samræðum og samvinnu sem sé ekki uppáþrengjandi, og þjarmi ekki að fullveldi Kína.

Forseti Indónesíu, Susilo Bambang Yudhoyono, kallaði í Kaupmannahöfn eftir því að öll ríki, bæði þróuð og fátæk, yrðu sveigjanleg þegar kæmi að því að staðfesta samkomulagið. Hann lagði það til að sett yrði upp alþjóðleg stofnun sem hefði eftirlit með losun gróðurhúsalofttegunda.

Greint er frá þessu á fréttavef BBC.

Lars Lökke Rasmussen.
Lars Lökke Rasmussen. YVES HERMAN
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert