Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnar því að samkomulag hafi náðst á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn og segir að þetta sé nauðsynlegt fyrsta skref. Ban viðurkennir hins vegar að ekki hafi náðst sú niðurstaða sem allir vonuðust eftir.
„Þetta er kannski ekki það sem allir vonuðust eftir, en þessi niðurstaða á ráðstefnunni er nauðsynleg byrjun,“ sagði Ban Ki-moon við blaðamenn í Kaupmannahöfn í dag.
„Loksins komust við að niðurstöðu,“ sagði hann jafnframt.