Ban: Nauðsynlegt fyrsta skref

Ban Ki-moon.
Ban Ki-moon. Reuters

Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, fagn­ar því að sam­komu­lag hafi náðst á lofts­lags­ráðstefn­unni í Kaup­manna­höfn og seg­ir að þetta sé nauðsyn­legt fyrsta skref. Ban viður­kenn­ir hins veg­ar að ekki hafi náðst sú niðurstaða sem all­ir vonuðust eft­ir.

„Þetta er kannski ekki það sem all­ir vonuðust eft­ir, en þessi niðurstaða á ráðstefn­unni er nauðsyn­leg byrj­un,“ sagði Ban Ki-moon við blaðamenn í Kaup­manna­höfn í dag.

„Loks­ins komust við að niður­stöðu,“ sagði hann jafn­framt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert