Biðu í 16 tíma í göngunum

Miklar umferðartafir urðu vegna lokunar Ermasundsganganna.
Miklar umferðartafir urðu vegna lokunar Ermasundsganganna. LUKE MACGREGOR

Farþegar sem voru fast­ir inn í Erma­sunds­göng­un­um vegna bil­un­ar lýsa vist­inni þar sem al­gjörri mar­tröð. Sum­ir farþegar voru fast­ir í göng­un­um í 16 klukku­stund­ir.

Ástæða bil­un­ar­inn­ar er tal­in vera mik­ill kuldi í Frakklandi. Þegar lest­irn­ar komu inn í göng­in, þar sem var allt annað hita­stig, virðist raf­kerfi þeirra hafa bilað. Meira en 2000 manns voru fast­ir í lest­un­um í marga klukku­tíma.

Sum­ar lest­irn­ar voru fljót­lega yf­ir­gefn­ar, en í öðrum beið fólk tím­un­um sam­an eft­ir hjálp. Fólk beið þar án mat­ar eða vatns. Eurost­ar, sem rek­ur lest­irn­ar í Erma­sunds­göng­un­um, hef­ur fellt niður all­ar ferðir um göng­in í dag. Fyr­ir­tækið hef­ur beðið farþega af­sök­un­ar á þeim óþæg­ind­um sem fólk hef­ur orðið fyr­ir.

Lucy Morr­is, 20 ára námsmaður frá London, sagði í sam­tali við við BBC, að ferð henn­ar frá Par­ís, sem hefði átt að taka tvo tíma og tutt­ugu mín­út­ur, hefði tekið meira en 16 klukku­tíma. Hún var föst í lest í göng­un­um í fimm tíma. Henni var síðan gert að flytja sig í aðra lest og þar beið hún í marga klukku­tíma til viðbót­ar.

Morr­is sagði að skipu­lag björg­un­araðgerða hefði verið veru­lega ábóta­vant. „Ég er upp­gef­in og reið yfir hvernig komið var fram við mig.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert