Íbúar í Serbíu, Makedóníu og Svartfjallalandi geta nú ferðast án vegabréfsáritunar til ríkja sem eru aðilar að Schengen-samstarfinu. Það eru flest Evrópusambandsríki auk Íslands, Noregs og Sviss.
Frá og með deginum í dag geta íbúar landanna, sem tilheyrðu áður gömlu Júgóslavíu, ferðast með þessum hætti, en þarlend stjórnvöld hafa gripið til ráðstafana til að efla landamæravörslu í ríkjunum þremur.