Páfar í dýrlingatölu

Benedikt XVI páfi.
Benedikt XVI páfi. AP

Benedikt páfi hefur stigið skref sem færir tvo fyrrverandi páfa nær því að vera teknir í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar. Þetta eru forveri hans, Jóhannes Páll II og Pius XII.

Það er talið Jóhannes Páli II til tekna að hafa stuðlað að falli kommúnismans í A-Evrópu, sérstaklega þó í heimalandi hans, Pólandi.

Pius XII var páfi í seinni heimsstyrjöldinni. Gyðingar hafa gagnrýnt hann í gegnum tíðina fyrir að hafa ekki gert nægilega mikið til að koma í veg fyrir fjöldamorð á gyðingum. Þeir hafa hvatt páfa til að setja áform um að gera Pius XII að dýrling á ís meðan verið sé að rannsaka betur gögn sem snerta heimstyrjöldina og Helförina. Vatíkanið hefur varið ákvörðun sína og sagt að páfinn hafi bjargað lífi margra gyðinga með því að fela þá í stofnunum kirkjunnar í Róm og víðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert