Síberíukuldi í Evrópu

Snjór og kuldi er í Frakklandi. Víða hefur umferð farið …
Snjór og kuldi er í Frakklandi. Víða hefur umferð farið úr skorðum. PASCAL ROSSIGNOL

Mjög kalt er víða í Evr­ópu þessa dag­ana. Snjóað hef­ur víða með til­heyr­andi trufl­un­um á sam­göng­um. Spáð er köldu veðri á meg­in­land­inu næstu daga.

Í dag var 6 stiga frost í Amster­dam, 12 stiga frost í Berlín, 9 stiga frost í Lúx­em­borg, 4 stiga frost í Kaup­manna­höfn og 1 stigs frost í Mílanó. Þá var aðeins 7 stiga hita í Mall­orca.

Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur seg­ir á bloggsíðu sinni að Græn­lands­hæðin sé öfl­ug sem leiði til vetr­arkulda á meg­in­landi Evr­ópu. Ekki séu horf­ur á að lát verði á þess­um kuld­um al­veg á næst­unni. Segja megi að heim­skautaloft sé nú ráðandi við N-At­lands­haf.  Síberíukuldi af ein­hverju tagi hafi náð tang­ar­haldi á meg­in­land­inu allt vest­ur til Spán­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert