Snjóbylir og nístingskuldi hafa orðið í það minnsta 19 manns að bana í Evrópu seinasta sólarhringinn. Í Þýskalandi mældist frost allt að -33°C í nótt.
Samgöngur hafa rofnað vegna ofankomu og frosts og farþegalestir Eurostar eru ekki enn komnar í gagnið vegna rafmagnsbilana. Yfir 2.000 manns sátu föst í lestum í Ermasundsgöngunum í allt að 16 klukkustundir.