Það er kalt í vesturhluta Evrópu og í nótt mældist 19 stiga frost í Horsens á Jótlandi í Danmörku. Að sögn danskra veðurfræðinga er svona mikið frost afar sjaldgæft í landinu.
Mjög halt er einnig á norðvesturhluta Frakklands og tilkynnti Eurostar, sem sér um lestarferðir milli Bretlands og Frakklands um Ermarsundsgöngin, að lestarferðirnar muni liggja áfram niðri í dag.
Yfir 2000 farþegar þurftu að hýrast í lestum í göngunum í fyrrinótt í marga klukkutíma án þess að fá vott eða þurrt. Lestirnar stöðvuðust eftir að þær fóru inn í göngin en raki virðist hafa myndast í rafkerfi þeirra vegna hitabreytinga.