Dekker fannst á St. Martin

Dekker er mikill siglingakappi.
Dekker er mikill siglingakappi. POOL

Hollenska stúlkan Laura Dekker, sem hefur verið leitað frá því á föstudag, er fundin á eyjunni St. Martin í Karíbahafinu. Dekker er aðeins 14 ára gömul, en hún er staðráðin í því að verða yngst til að sigla kringum jörðina ein síns liðs.

Hollensk yfirvöld ætla að sækja Dekker og flytja hana til síns heima á næstu dögum. Dómstóll í Utrecht kvað upp þann dóm fyrr á þessu ári að hún mætti ekki sigla ein umhverfis jörðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert