Fimm látnir í óveðri

Snjómokstur í Washington.
Snjómokstur í Washington. JONATHAN ERNST

Fimm manns hafa látið lífið hið minnsta á austurströnd Bandaríkjanna þar sem snjókoma hefur verið gríðarlega mikil um helgina og samgöngur hafa lamast í mestu byljunum.

Óveðrið er eitthvað það versta á svæðinu í áratugi, flugferðir hafa legið niðri sem og almenningssamgöngur. Hundruð þúsunda heimila hafa þurft að þola rafmagnsleysi. Á Reagan alþjóðaflugvellinum í nágrenni Washington var um 40 cm nýfallinn snjór, sem er það mesta sem nokkurn tíma hefur mælst þar í desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka