Heiminum haldið í gíslingu

Ed Miliband, umhverfisráðherra Bretlands.
Ed Miliband, umhverfisráðherra Bretlands. Reuters

Ed Miliband, sá ráðherra sem fer með loftslagsmál í bresku ríkisstjórninni, sakaði í dag Kína, Súdan og vinstrisinnuð ríki Rómönsku Ameríku á borð við Bólivíu um að hafa reynt að „halda heiminum í gíslingu“ á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn. 

Þessi ríki hafi staðið í vegi fyrir því að samkomulag næðist.

Þetta kemur fram í grein eftir Miliband í dagblaðinu Guardian í dag. Ráðherrann segir Bretland ekki sætta sig við slíkar þvinganir, að ákveðin ríki reyni að þvinga önnur með þeim hætti sem þessi ríki hafi gert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert