Ed Miliband, sá ráðherra sem fer með loftslagsmál í bresku ríkisstjórninni, sakaði í dag Kína, Súdan og vinstrisinnuð ríki Rómönsku Ameríku á borð við Bólivíu um að hafa reynt að „halda heiminum í gíslingu“ á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn.
Þessi ríki hafi staðið í vegi fyrir því að samkomulag næðist.
Þetta kemur fram í grein eftir Miliband í dagblaðinu Guardian í dag. Ráðherrann segir Bretland ekki sætta sig við slíkar þvinganir, að ákveðin ríki reyni að þvinga önnur með þeim hætti sem þessi ríki hafi gert.