42 hafa frosið í hel í Póllandi

00:00
00:00

Að minnsta kosti 42 hafa lát­ist af völd­um mik­illa kulda á Póllandi síðustu þrjá daga. Kuld­inn hef­ur farið niður fyr­ir 20 stig á Cel­síus en alls hafa nú 69 Pól­verj­ar lát­ist vegna of­kæl­ing­ar í des­em­ber.

Sex dóu á föstu­dag, 15 á laug­ar­dag og 21 í gær, að því er pólska lög­regl­an greindi frá. 

Meiri­hluti þeirra sem hafa lát­ist eru heim­il­is­laus­ir karl­ar á aldr­in­um 35 til 50 ára sem hafa frosið í hel eft­ir að hafa setið að sumbli.

Lög­regla og starfs­fólk bæj­ar­yf­ir­valda víðsveg­ar í Póllandi hef­ur áhyggj­ur af útigangs­fólki og hef­ur því hert eft­ir­lit í görðum og á öðrum stöðum þar sem talið er að það safn­ist sam­an. Reyn­ir lög­regla að sann­færa fólkið um að koma sér í húsa­skjól þar sem það get­ur fengið heitt að drekka og rúm til að hvílast í.

Þrátt fyr­ir hætt­una þrást sum­ir drykkju­menn við að verða við boðinu held­ur kjósa að dvelja úti við iðju sínu.

Almenningsgarður í Varsjá.
Al­menn­ings­garður í Var­sjá.
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka