Á öðrum degi jóla eru fimm ár liðin frá því flóðbylgjan skall á ströndum margra landa við Indlandshaf eftir jarðskjálfta sem mældist níu stig á Richters-kvarða. Tugir þúsunda létust í flóðbylgjunni og enn eiga fjölmargir um sárt að binda. Aðrir hafa aldrei jafnað sig eftir áfallið.
Pilturinn í myndskeiðinu, Nong Diaw, lifði af flóðbylgjuna en hann var þriggja ára gamall er hún reið yfir. Í þrjá sólarhringa lifði hann á leðju til að halda lífi þar til hann fannst. Nú fimm árum síðar man ekkert eftir flóðbylgjunni en foreldrar hans óttast að hann beri merki á sálinni það sem eftir er.
Segja þau að ef drengurinn sér fólk flýta sér að taka inn þvott sem hangir til þerris þar sem rigning er að skella á þá spyr hann hvort önnur flóðbylgja sé væntanleg.
Flóðbylgjan æddi yfir Indlandshaf á mörg hundruð km hraða, sökkti
hundruðum fiskiskipa, upprætti heilu þorpin á ströndum landanna og
kastaði brakinu ýmist upp á land eða dró það með sér út á sjó.