Íslandspeningar smám saman að endurgreiðast

Hið ævaforna Stonehenge er að vinna í Wiltshire sýslu í …
Hið ævaforna Stonehenge er að vinna í Wiltshire sýslu í Englandi. Ómar Óskarsson

Bret­ar fylgj­ast vel með því hvernig bæj­ar­fé­lög­um og góðgerðar­stofn­un­um geng­ur að end­ur­heimta það fé sem þær lögðu inn í ís­lensku bank­ana fyr­ir hrun.

Í dag er sagt frá því á frétta­vefn­um Sal­isbury Journal að sveit­ar­stjórn­inni í Wilts­hire í Englandi hafi borist önn­ur end­ur­g­reisla af pen­ing­um sem hún lagði inn í ís­lenska banka. Nú hafi hún sam­tals fengið greidd­ar 2,6 millj­ón­ir sterl­ings­punda til baka, af þeim tólf millj­ón­um sem hún lagði inn. Fyrsta greiðslan barst í júlí síðastliðnum.

„Ótt­ast var að féð, sem lagt var inn í bank­ana af fyrr­ver­andi sveit­ar­stjórn í Wilts­hire sýslu og Norður-Wilts­hire svæðinu, væri glatað þegar fjár­mála­kerfi Íslands hrundi í októ­ber 2008," seg­ir á vefn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert