Íslandspeningar smám saman að endurgreiðast

Hið ævaforna Stonehenge er að vinna í Wiltshire sýslu í …
Hið ævaforna Stonehenge er að vinna í Wiltshire sýslu í Englandi. Ómar Óskarsson

Bretar fylgjast vel með því hvernig bæjarfélögum og góðgerðarstofnunum gengur að endurheimta það fé sem þær lögðu inn í íslensku bankana fyrir hrun.

Í dag er sagt frá því á fréttavefnum Salisbury Journal að sveitarstjórninni í Wiltshire í Englandi hafi borist önnur endurgreisla af peningum sem hún lagði inn í íslenska banka. Nú hafi hún samtals fengið greiddar 2,6 milljónir sterlingspunda til baka, af þeim tólf milljónum sem hún lagði inn. Fyrsta greiðslan barst í júlí síðastliðnum.

„Óttast var að féð, sem lagt var inn í bankana af fyrrverandi sveitarstjórn í Wiltshire sýslu og Norður-Wiltshire svæðinu, væri glatað þegar fjármálakerfi Íslands hrundi í október 2008," segir á vefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert