Pútín sýnir gamla takta

Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur engu gleymt í júdóinu ef marka má þetta myndskeið frá Reuters. Rússneska ólympíuliðið í júdó fagnaði fyrrverandi Rússlandsforseta með lófataki er hann gekk inn í leikfimisal í St. Pétursborg. Pútín er með svarta beltið í júdó.

Sýnt var frá æfingunni í sjónvarpi en ætlunin var að sýna hvernig skuli bera sig að í sjálfsvarnaríþróttinni.

Pútín er í mjög góðu líkamlegu formi þótt árin séu orðin 57 en hann er einn vinsælasti stjórnmálamaður landsins.

Fyrrverandi KGB-njósnarinn gerði sér lítið fyrir og skellti sér mun yngri mönnum í byltum en hann notaði tækifærið og bauð sig fram í ólympíulið Rússa.

En forsætisráðherrann hélt upp á 56 ára afmælið með útgáfu mynddisks þar sem hann fer yfir undirstöðuatriði í íþróttinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert