Samkynhneigðir mega giftast í Mexíkóborg

Mexíkóborg varð í dag fyrsta sveitarfélagið í rómönsku Ameríku sem heimilar hjónaband samkynhneigðra.

„Það var samþykkt með 39 atkvæðum gegn 20, en fimm sátu hjá," segir talsmaður helsta flutningsmanns tillögunar, borgarstjórnarfulltrúans Davi Razu. Haft er eftir öðrum talsmanni borgarstjórnarinnar að nú sé verið að taka inn í tillöguna ákvæði sem myndi heimila hjónum af sama kyni að ættleiða börn.

Fyrir atkvæðagreiðsluna í dag var höfuðborg Mexíkó ein af nokkrum borgum í rómönsku Ameríku sem leyfði skráða sambúð samkynhneigðra.

Mexíkóborg er ein stærsta borg í heimi.
Mexíkóborg er ein stærsta borg í heimi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert