Viðurkenna líffæraþjófnað

Ísraelsk stjórnvöld viðurkenna, að réttarlæknar hafi safnað líffærum úr líkum, þar á meðal Palestínumönnum, í heimildarleysi á tíunda áratug síðustu aldar. Þessu hafi hins vegar hætt fyrir áratug.

Ísraelska heilbrigðisráðuneytið viðurkenndi þetta eftir að viðtal, sem tekið var við Jehuda Hiss, þáverandi yfirmann helstu réttarlæknisstofnun Ísraels árið 2000, var birt um helgina. 

Bandarískur vísindamaður tók viðtalið á sínum tíma og ákvað að birta það nú í ljósi deilna, sem orðið hafa eftir grein sem sænskur blaðamaður birti í sumar. Þar fullyrtu ættingjar Palestínumanns, sem féll í átökum við ísraelska hermenn, að búið hafi verið að fjarlægja líffæri úr líkinu þegar því var skilað.

Í viðtalinu segir Hiss, að hornhimnur hafi verið teknar úr líkum án þess að leita heimildar hjá fjölskyldum viðkomandi. 

Hiss var vikið úr starfi hjá stofnuninni árið 2004. Ísraelska sjónvarpsstöðin  Channel 2 hafði eftir talsmanni heilbrigðisráðuneytis landsins að þessu háttalagi hafi verið hætt fyrir aldamót.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert