Þar sem tuttugu ár eru nú liðin frá falli kommúnismans hefur þýska fréttaveitan Deutsche Welle birt sjónvarpsumfjöllun um þekkta andófsmenn frá fyrrum Sovétlýðveldum. Yfirskrift umfjöllunarinnar er „20 árum síðar: Var það þess virði?“
Fjallað er um Albaníu, Pólland, Tékkóslóvakíu, Ungverjaland, Rúmeníu og Búlgaríu og saga eins eða tveggja andófsmanna í hverju landi tekin fyrir. Viðtölin eru tekin á frummáli hvers viðmælanda en þeim fylgir enskur texti.
Einnig fylgir tímalína um fall kommúnismans í myndum.
Umfjöllunina má finna hér.