Andófsmenn minnast kommúnismans

Rúmenska skáldið Ana Blandiana orti andófsljóð gegn kommúnistastjórninni.
Rúmenska skáldið Ana Blandiana orti andófsljóð gegn kommúnistastjórninni. Úr umfjöllun Deutsche Welle

Þar sem tuttugu ár eru nú liðin frá falli kommúnismans hefur þýska fréttaveitan Deutsche Welle birt sjónvarpsumfjöllun um þekkta andófsmenn frá fyrrum Sovétlýðveldum. Yfirskrift umfjöllunarinnar er „20 árum síðar: Var það þess virði?“

Fjallað er um Albaníu, Pólland, Tékkóslóvakíu, Ungverjaland, Rúmeníu og Búlgaríu og saga eins eða tveggja andófsmanna í hverju landi tekin fyrir. Viðtölin eru tekin á frummáli hvers viðmælanda en þeim fylgir enskur texti.

Einnig fylgir tímalína um fall kommúnismans í myndum.

Umfjöllunina má finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert