Bresku líknarsamtökin Naomi House fengu fyrr í vikunni 5 þúsund pund, rúma eina milljón króna, að gjöf frá blaðinu Salisbury Journal en samkvæmt frétt blaðsins eiga líknarsamtökin um sárt að binda vegna falls íslensku bankanna í fyrra.
Naomi House, sem aðstoða börn í vanda, áttu um sex milljónir punda, 1.230 milljónir króna, inn á reikning hjá Kaupthing Singer & Friedlander á Bretlandi, sem var dótturfélag Kaupþings á Íslandi. Féð átti að nota til daglegs reksturs barnadeildar.
Hér er hægt að lesa nánar um starf samtakanna