María mey birtist kristnum í Egyptalandi

Kristnir Egyptar bíða þess að sjá Maríu mey birtast þeim …
Kristnir Egyptar bíða þess að sjá Maríu mey birtast þeim að nýju fyrir ofan kirkjuna í Al-Warrak í Kaíró. AFP

Síðustu næt­ur hafa þúsund­ir krist­inna Egypta safn­ast sam­an í út­hverfi Kaíró í von um að sjá sýn sem veitt hef­ur mörg­um í land­inu von. Um þrjú­leytið síðustu nótt stóðu 10.000 manns í þögn í hverf­inu Al-Warrak og störðu á him­in­inn.

Loks birt­ist dul­ar­fullt ljós yfir kirkjut­urni hverf­is­ins og múgur­inn rek­ur upp fagnaðaróp. Þau telja að ljósið sé birt­ing­ar­mynd Maríu meyj­ar, að sögn AFP. Á hverri nóttu síðan 10. des­em­ber hef­ur mann­fjöldi komið sam­an í von um að njóta bless­un­ar ljóss­ins. Kristn­ir Egypt­ar eru sagðir verða fyr­ir kerf­is­bund­inni mis­mun­un og út­skúf­un í land­inu þar sem mús­lím­ar eru í meiri­hluta.

Fyrsti maður­inn sem kom auga á hina meintu Maríu mey var reynd­ar íslamsk­ur íbúi hverf­is­ins. Hann tók sýn­ina upp á mynd­band og sýndi ná­grönn­um sín­um. Í kjöl­farið tóku aðrir að sjá ljósið stafa af kirkj­unni og sáu jafn­framt fugl fljúga í hringi ofan við hana. Um klukk­an tvö um nótt birt­ist þeim mynd Maríu meyj­ar í hvít­um og blá­um klæðnaði.

Mús­lím­ar í hverf­inu segja hins­veg­ar að „sýn­in" sé gabb og ein­hver fram­kalli ljósið með leiser. Frétt­in barst hins­veg­ar fljótt um allt hverfið og fjöldi fólks streymdi út á göt­urn­ar til að berja Maríu aug­um. „Þetta er hún, í blá­um og hvítu föt­un­um, það leik­ur eng­in vafi á því. Þetta get­ur ekki verið sjón­hverf­ing," hef­ur AFP eft­ir hinum 36 ára gamla Rami.

Ann­ar íbúi hverf­is­ins, tveggja barna móðirin Kawkab Mun­ir Shehata, lýs­ir einnig sann­fær­ingu sinni og seg­ir að María mey hafi jafn­vel fram­kvæmd á henni aðgerð og gefið henni þannig sjón­ina sem hún hafði misst á vinstra auga. „Það var rétt fyr­ir klukk­an fjög­ur um nótt sem hún hóf aðgerð a vinstra aug­anu mínu. Ég fann fyr­ir gríðarleg­um sárs­auka sem varði í um kortér. Síðan fyllt­ist ég mik­ill gleði þegar ég upp­götvaði að ég gat séð skýrt. Vinstra augað er jafn­vel betra en það hægra núna."

Sjón­ar­vott­ar segja sýn­ina staðfest­ingu þess að kristni sé raun­veru­leg og Bibl­í­an sönn. Heilu fjöl­skyld­urn­ar hafa stefnt að kirkj­unni til að njóta bless­un­ar henn­ar.  Prest­ur kirkj­unn­ar, sr. Fis­hay, seg­ir ómögu­legt að segja hvers vegna María mey hafi ákveðið að birt­ast mönn­um þarna. „Kannski verður nær­vera henn­ar til þess að sam­eina fólk, kannski mun hún kalla fram enda­lok spenn­unn­ar í sam­skipt­um múslima og krist­inna og binda endi á öfga­stefn­ur. Kannski mun hún færa okk­ur aft­ur fyr­ir­gefn­ing­una sem eitt sinn var í Egyptalandi."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert