Fyrrum heimsmeistari myrtur

Muay Thai er afar vinsæl íþrótt í norðanverðu Rússlandi. Drengirnir …
Muay Thai er afar vinsæl íþrótt í norðanverðu Rússlandi. Drengirnir sem hér takast á tengjast fréttinni þó ekki beint. mbl.is

Muslim Abdullayev, sem varð heimsmeistari í bardagaíþróttinni Muay Thai árið 2004, var myrtur í Moskvu í morgun. Talið er að um leigumorð sé að ræða.

Lík Abdullayev fannst seint í gærkvöldi, en hann hafði verið skotinn margsinnis í höfuðið, að því er kom fram í tilkynningu frá lögreglunni í Moskvu. Lögreglan kannar nú tengsl hins látna við skipulögð glæpasamtök í Rússlandi, í ljósi þess að leigumorðingjar eru taldir eiga hlut að máli.

Abdullayev varð bæði heims- og Evrópumeistari í Muay Thai árið 2004. Íþróttin nýtur mikilla vinsælda í norðanverðu Rússlandi og á Kákasussvæðinu. Abdullayev var sjálfur fæddur og uppalinn þar.

Eftir að Sovétríkin féllu varð Rússland þekkt fyrir þann fjölda leigumorða sem framkvæmd voru þar í landi. Mikið hefur dregið úr slíku ofbeldi á síðastliðnum árum, þó svo að reglulega sé þekktir menn myrtir af leigumorðingjum. Til að mynda að ísraelski viðskiptajöfurinn Shabtai von Kalmanovic myrtur í nóvember þegar skotið var á hann úr bíl á ferð. Kalmanovic var eigandi öflugasta kvennakörfuboltaliðs Moskvu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert