Hefur áður reynt að berja páfa

Konan sem sló Benedikt páfa við messu í Péturskirkjunni í Róm í gær reyndi einnig að berja hann í fyrra. BBC segir að talið sé að hún eigi við andlega erfiðleika stríða.

Franski kardínálinn, Roger Etchegaray, sem er 87 gamall, stóð við hlið páfa þegar konan stökk yfir öryggisgirðinguna og á páfa. Við það féll Etchegaray og fótbrotnaði. Hann var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús.

Benedikt páfi hélt áfram að stjórna helgihaldinu, en hann titraði og mismælti sig nokkrum sinnum. Messan hófst kl. 22 en ekki á miðnætti eins og venjan er. Ástæðan mun vera sú að yfirmenn kaþólsku kirkjunnar óttuðust að páfi yrði of þreyttur ef messað yrði svo seint um kvöld, en messan stóð í tvo tíma.

Kirkjugestir tóku andköf þegar rauðklædd kona stökk skyndilega yfir öryggisgirðingu. „Skyndilega kom þessi manneskja eins og fljúgandi yfir öryggisgirðinguna og páfinn féll niður. Nánast á sama augnabliki stukku öryggisverðir ofan á þau og reyndu að draga konuna af páfa,“sagði  MaryBeth Burns, frá Bandaríkjunum í samtali við Associated Press.

Nafn konunnar hefur ekki verið gefið upp en Vatíkanið hefur staðfest að þessi sama kona reyndi að stökkva yfir öryggisgirðingu og á páfa við miðnæturmessu á síðasta ári.

Benedikt páfi er ómeiddur eftir árásina.
Benedikt páfi er ómeiddur eftir árásina. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert