Kveikti í púðurkerlingu í flugvél

Flugvélin stendur á flugbraut í Detroit.
Flugvélin stendur á flugbraut í Detroit. Reuters

Farþegi í flugvél Delta Airlines kveikti í púðurkerlingu skömmu fyrir lendingu í Detroit í kvöld. Að sögn bandarískra fjölmiðla er farþeginn talinn vera frá Nígeríu og hafa einhver tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda. Hefur Bandaríkjaforseti fyrirskipað að flugeftirlit verði hert.

Hefur Barack Obama,  Bandaríkjaforseti, fyrirskipað að flugeftirlit verði hert.

Um var að ræða flugvél af gerðinni Airbus A330, með 278 farþega innanborðs. Vélin var að koma frá Amsterdam í Hollandi. Maðurinn, sem kveikti í flugeldunum, hlaut 2. stigs brunasár. Nokkrir farþegar slösuðust, þó ekki alvarlega.

Að sögn Fox sjónvarpsstöðvarinnar, sagði maðurinn lögreglumönnum, að hann væri að hlýða fyrirskipunum frá al-Qaeda en stjórnvöld eru hins vegar sögð vantrúuð á það. Maðurinn mun hafa sagt, að hann hefði fengið púðurkerlinguna í Jemen og einnig leiðbeiningar um hvernig hann ætti að kveikja í henni.

Bandaríska alríkislögreglan FBI er að rannsaka málið. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sem er í leyfi á Hawaii, er sagður fylgjast með. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert