Páfi messaði á jóladag

Benedikt páfi 16. veifar til fólksins sem hlýddi á ávarp …
Benedikt páfi 16. veifar til fólksins sem hlýddi á ávarp hans í dag. Reuters

Bene­dikt páfi messaði í Pét­urs­kirkj­unni í Róm á jóla­dags­morg­un, nokkr­um klukku­tím­um eft­ir að kona réðist á hann við upp­haf messu á aðfanga­dags­kvöld.

Páfi talaði skýrri röddu til þúsunda píla­gríma sem komu til að hlýða á mess­una. Ekki var að sjá að at­vikið í gær hefði haft áhrif á hann. Páfi sagði að kirkj­an væri far­veg­ur fyr­ir sam­stöðu um all­an heim. Hann skorað á fólk á ófriðarsvæðum að sýna fólki virðingu.

Vatik­anið gaf þær upp­lýs­ing­ar í dag að kon­an sem réðist að páfa á aðfanga­dags­kvöld hefði verið flutt á stofn­un, en hún ætti við van­heilsu að stríða. At­vikið hef­ur vakið mikla at­hygli, en Vatik­anið hef­ur reynt að gera sem minnst úr því.

Örygg­is­mál páfa eru viðkvæmt mál fyr­ir Vatik­anið. Ætl­ast er til þess að leiðtogi kaþólsku kirkj­unn­ar taki virk­an þátt í helgi­at­höfn­um með bein­um sam­skipt­um við kirkju­gesti. Vatik­anið ótt­ast að það myndi kalla á nei­kvæð viðbrögð ef páfi sæ­ist ein­ung­is á bak við ör­ygg­is­gler.

Hinn 82 ára gamli páfi minnt­ist ekk­ert á at­vikið í pré­dik­un sinni. Hann talaði um þá sem þyrftu á hjálp að halda og þakkaði kaþólsku kirkj­unni á Fil­ipps­eyj­um, Kór­eu og Sri Lanka fyr­ir gott starf. Hann for­dæmdi of­beldið sem íbú­ar í Kongó hafa mátt þola.

Páfi óskaði kirkju­gest­um gleðilegra jóla á 65 tungu­mál­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert