Eftirlit með flugi hert

Flugvél flugfélagsins Delta, sem reynt var að sprengja í gærkvöldi.
Flugvél flugfélagsins Delta, sem reynt var að sprengja í gærkvöldi. Reuters

Banda­rísk stjórn­völd hafa hvatt ríki heims til að herða eft­ir­lit með áætl­un­ar­flugi eft­ir að til­raun var gerð í gær­kvöldi til að sprengja banda­ríska farþega­flug­vél. Hol­lensk stjórn­völd segja, að ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir verði aukn­ar tíma­bundið í tengsl­um við flug til Banda­ríkj­anna.

Í því felst, t.d., að leitað verður á farþegum og hand­far­ang­ur verður skoðaður mjög vand­lega.  

Níg­er­íumaður, sem tal­inn er hafa tengsl við hryðju­verka­sam­tök­in al-Qa­eda, reyndi að sprengja ein­hvers­kon­ar eld­sprengju um borð í Air­bus A330 áætl­un­ar­flug­vél flug­fé­lags­ins Delta þegar hún var að lenda í Detroit í gær­kvöldi. Farþegar og áhöfn vél­ar­inn­ar yf­ir­bugðu mann­inn sem hvar hand­tek­inn eft­ir að flug­vél­in lenti heilu og höldnu. 278 farþegar og 11 manna áhöfn voru í vél­inni, sem var að koma frá Amster­dam. Sprengjumaður­inn fékk al­var­leg bruna­sár. 

Farþegi í vél­inni, sem sat skammt frá Níg­er­íu­mann­in­um, sem heit­ir  Abd­ul Farouk Abdulmutallab, sagði að skyndi­lega hefði heyrst hvell­ur og ljós­bjarmi sést. Fólk hafi fyllst skelf­ingu og flýtt sér í átt­ina að eld­in­um með vatn og ábreiður en föt Abdulmutalla­bs hafi logað. Þá hafi flug­freyja komið með slökkvi­tæki til að slökkva eld­inn.

Ann­ar farþegi réðist hins veg­ar á Abdulmutallab  og hafði hann und­ir með aðstoð fleiri farþega eft­ir nokk­ur átök.  Áhöfn vél­ar­inn­ar færði mann­inn síðan fram í vél­ina og hélt hon­um þar í ein­angr­un þar til vél­in lenti 10-20 mín­út­um síðar.

Að sögn banda­rískra fjöl­miðla hef­ur Abdulmutallab, sem er 23 ára, verið sam­vinnu­fús við banda­rísku al­rík­is­lög­regl­una FBI. Lög­regla er sögð telja, að hann hafi verið einn að verki og teng­ist ekki hryðju­verka­sam­tök­um með form­leg­um hætti. Hann sagðist hins veg­ar sjálf­ur vera út­send­ari hryðju­verka­sam­tak­anna al-Qa­eda.

Abdulmutallab flaug fyrst frá Lagos í Níg­er­íu til Schip­holflug­vall­ar í Amster­dam og þaðan til Detroit. Hann var ekki á nein­um flug­bannslist­um og nafn hans er ekki í banda­rísk­um gagna­bönk­um þar sem upp­lýs­ing­ar um hugs­an­lega hryðju­verka­menn eru geymd­ar. Hann var ekki lát­inn und­ir­gang­ast sér­staka leit í Amster­dam. 

Ekki hef­ur verið upp­lýst hvers­kon­ar sprengju maður­inn reyndi að sprengja en FBI er að rann­saka leif­arn­ar af henni. Hann mun hafa sagt lög­reglu, að hann hafi límt hylki sem inn­hélt efna­blöndu, við fót­legg­inn. Hann var síðan með duft sem hann hellti í hylkið sem átti að springa. Það mistókst hins veg­ar og þess í stað kviknaði eld­ur í bux­um manns­ins.

Breska sjón­varps­stöðin Sky seg­ir, að Abdulmutallab sé verk­fræðinemi sem hafi stundað nám  í Uni­versity Col­l­e­ge London. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert