Jarðskjálfti við Indónesíu

00:00
00:00

Jarðskjálfti, sem mæld­ist 6,7 stig á Richter, varð í morg­un und­an Maluku­eyj­um í Indó­nes­íu. Ekki hafa borist frétt­ir af mann­tjóni eða flóðbylgj­um. Fimm ár eru í dag liðin frá því jarðsjálft­ar við Indó­nes­íu ollu mik­illi flóðbylgju sem varð um 250 þúsund manns að bana í lönd­um við Ind­lands­haf. 

Að sögn tals­manns indó­nes­ísku jarðvís­inda­stofn­un­ar­inn­ar voru upp­tök sjálft­ans á miklu dýpi und­ir hafs­botn­in­um og því er ólík­legt að hann muni valda nein­um usla.  

Í Indó­nes­íu og Taílandi og víðar við Ind­lands­haf fara í dag fram at­hafn­ir til að minn­ast fórn­ar­lamba flóðbylgj­unn­ar.  

Íbúar í Aceh héraði í Indónesíu æfa viðbrögð við flóðbylgjum …
Íbúar í Aceh héraði í Indó­nes­íu æfa viðbrögð við flóðbylgj­um í dag. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert