Breti bíður dauðadóms í Kína

Akmal Shaikh
Akmal Shaikh Af vef Reprive samtakanna

Breti bíður þess að vera tek­inn af lífi í Kína en hann var fyrr á ár­inu dæmd­ur til dauða fyr­ir smygl á heróíni. Hef­ur verið ákveðið að taka hann af lífi þann 29. des­em­ber en fang­an­um hef­ur ekki verið sagt frá því, sam­kvæmt frétt BBC. Hon­um verður til­kynnt um það sól­ar­hring áður en af­tak­an fer fram.

Lög­manna­sam­tök­in Reprieve sem berj­ast fyr­ir mann­rétt­ind­um segja ým­is­legt at­huga­vert við bæði rétt­ar­höld­in og málsmeðferðina og von­ast til þess að stjórn­völd í Kína sýni mis­kunn.

Stuðnings­menn Shaikh segja að hann eigi við geðræn vanda­mál að stríða og hef­ur Gor­don Brown for­sæt­is­ráðherra Bret­lands beðið kín­versk stjórn­völd um að sýna mis­kunn.

Tveir ætt­ingj­ar Shaikh eru í Kína og ætla að af­henda for­seta Kína, Hu Jintao bæna­skjal þar sem beðið er um að hætt verði við af­tök­una. Jafn­framt eru bresk­ir stjórn­ar­er­ind­rek­ar komn­ir til Xinjiang héraðs til þess að reyna að af­stýra af­tök­unni. Shaikh var hand­tek­inn í sept­em­ber 2007 og hef­ur fjöl­skylda hans ekki hitt hann síðan þá. Hann hef­ur alltaf neitað því að hafa átt þau 4 kg af heróíni sem fund­ust í fór­um hans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert