Hafa litla trú á stjórnmálaleiðtogum

Utanríkisráðherra Þýskalands, Guido Westerwelle, Angela Merkel kanslari og Ursula von …
Utanríkisráðherra Þýskalands, Guido Westerwelle, Angela Merkel kanslari og Ursula von der Leyen atvinnumálaráðherra Reuters

Þjóðverjar hafa glatað trú sinni á stjórnmálamenn landsins ef marka má nýja könnun sem birt var í dag. Eru það vonbrigði landsmanna með aðgerðir stjórnvalda vegna fjármálakreppunnar sem einkum veldur því að trú þeirra á stjórnmál hefur ekki mælst jafn lítil frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar.

Um 70% þeirra sem tóku þátt höfðu litla sem enga trú á stjórnmálakerfinu og sama hlutfall taldi sig ekki geta treyst á stjórnmálaleiðtoga eða helstu kaupsýslumenn Þýskalands. Sama er uppi á tengingum varðandi skólakerfið og félagslega kerfið samkvæmt könnun sem Bertelsmann stofnunin stóð fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka