Hryðjuverkasamtökin Al-Qaeda hafa lýst sprengjutilræðinu í flugvélinni til Detroit á jóladag á hendur sér. Talsmaður Al-Qaeda hefur hótað því að vona sé á fleiri árásum vestanhafs en Barack Obama hét því í dag að öfgamenn sem skipulegðu árásir gegn Bandaríkjunum yrðu leitaðir uppi.
Obama heitir því að „grípa hinn í, hindra og sigra ofbeldisfulla öfgamenn sem hóta Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru frá Afghanistan eða Pakistan, Jemen eða Sómalíu eða hvar svo sem þeir eru sem leggja á ráðin gegn Bandaríkjunum".
Forsetinn hefur fyrirskipað rannsókn á því hvernig hinn 23 ára gamli Umar Farouk Adbulmutallab frá Nígeríu komst um borð í flugvélina með sprengju innanklæða. „Við munum ekki unna okkur hvíldar fyrr en við höfum fundið alla þá sem eru viðriðnir málið og drögum þá til ábyrgðar," sagði Obama í fyrstu opinberu yfirlýsingu sinni síðan hin misheppnaða árás var gerð. Hann hefur verið undir miklum þrýstingi um að róa taugar landa sinna og svara ásökunum um að ríkisstjórn hans taki of mjúklega á hryðjuverkaógninni.
„Þetta var alvarleg áminning um þær hættur sem við stöndum andspænis og um eðli þeirra sem ógna föðurlandi okkar," sagði Obama í dag. Al-Qaeda lýstu tilræðinu á hendur sér með yfirlýsingu á internetinu í dag og sögðu þar jafnframt að „tæknileg mistök" hefðu faldið því að áætlunin mistókst. Al-Qaeda segja jafnframt að sú staðreynd að Abdulmutallab hafi komist jafnlangt og hann gerði hafi eyðilagt ímynd bandarískrar leyniþjónustu og sýnt hversu viðkvæm hún í rauninni sé.