Líffæragjöf verður sjálfkrafa í Finnlandi

Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.
Frá Helsinki, höfuðborg Finnlands.

Frumvarp sem bindur sjálfkrafa líffæragjöf í lög, nema hinn látni hafi áður lýst yfir andstöðu sinni, verður tekið fyrir á finnska þinginu eftir áramót að sögn félags- og heilbrigðismálaráðherra Finnlands.

Samkvæmt núgildandi lögum í Finnlandi mega fjölskyldumeðlimir taka ákvörðun um það hvort líffæri verði gefin úr látnum ættingja hafi viðkomandi ekki lýst sig gegn því fyrir andlátið. Þannig ber meirihluti líffæragjafa að í Finnlandi, en með lagabreytingunni verður líffæragjöfin sjálfkrafa án þess að samþykkis fjölskyldu sé leitað fyrst.

Frumvarpið fer fyrir þingið í febrúar og verði það samþykkt taka lögin gildi í ágúst. "Markmið þessarar tillögu er að fjölga líffæragjöfum," segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu. Ákvarðanir um líffæragjöf ólögráða einstaklinga verður þó enn í höndum fjölskyldumeðlima.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert