Króatískir bankamenn handteknir

Josip Protega.
Josip Protega.

Lögregla í Króatíu hefur handtekið þrjá fyrrum yfirmenn í þarlendum ríkisbanka sem grunaðir eru um að hafa veitt óhófleg lán án þess að nægar tryggingar væru fyrir hendi. Fjórir forsvarsmenn fyrirtækja, sem fengu lán í bankanum, voru einnig handteknir.

Josip Protega, fyrrum forstjóri Postanska Banka, var í dag handtekinn þegar hann kom heim frá Slóveníu en hann var í jólafríi í Austurríki. Hinir sex voru handteknir á miðvikudag og lögregla gaf út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Protega. 

Bankastjórinn fyrrverandi er sakaður um að hafa veitt vildarvinum þáverandi stjórnvalda lá upp á að minnsta kosti 170 milljónir kuna, jafnvirði rúmlega 4,1 milljarðs króna, án þess að viðunandi veð væru fyrir hendi.  

Innanríkisráðuneyti landsins segir, að sjömenningarnir séu grunaður um glæpsamlegt athæfi í tengslum við áhættustýringu.  

Protega stýrði bankanum frá árinu 2004 til ágúst á síðasta ári þegar honum var vikið frá störfum.

Barátta gegn spillingu var eitt af skilyrðunum, sem Evrópusambandið hefur sett eigi landið að fá aðild að sambandinu fyrir árið 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka