Regluverkið brást

Ben Bernanke.
Ben Bernanke. Reuters

Fasteignabólan á síðasta áratug og fjármálkreppan sem fylgdi á eftir var því að kenna að regluverkið brást, en ekki slappri peningamálastefnu, að mati Ben S. Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Þetta kom fram í ræðu Bernanke hjá American Economic Association í dag og New York Times greinir frá.

Bernanke sagði að sterkara regluverk og eftirlit sem hefði beinst að vandamálum í sambandi við hvernig ábyrgðum var háttað og áhættustýringu lánveitenda hefði verið virkari og nákvæmari aðferð til að ná tökum á fasteignabólunni heldur en almenn hækkun á vöxtum var.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert