Freya von Moltke, sem tók þátt í tilræðinu við Adolf Hitler árið 1944, er dáin. Hún lést á heimili sínu í Bandaríkjunum, 98 ára gömul. Von Moltke var meðlimur í andspyrnuhreyfingu gegn nasistum, Kreisau-hópnum, í Þýskalandi á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Eiginmaður hennar, Helmuth, var foringi Kreisau-hópsins. Hann var tekinn af lífi fyrir aðgerðir sínar, en hópurinn reyndi að drepa Hitler með sprengju. Eftir að hann var handtekinn flúði hún til Suður-Afríku og flutti svo til Bandaríkjanna árið 1960.
Landareign hjónanna í Sílesíu, sem nú er í Póllandi, er í dag notað sem miðstöð fyrir sættir milli Þjóðverja og Pólverja frá því í heimsstyrjöldinni. Frú von Moltke gaf út nokkrar allnokkrar bækur um andspyrnuna gegn nasistum á meðan á stríðinu stóð.
Hún sagði í viðtali árið 2002: „Að mótmæla og standa svo fyrir því sem maður trúir á, er einhver mikilvægasta athöfn mannfólksins til þessa dags.” Sonur hennar hefur tjáð fjölmiðlum að hún hafi látist eftir að hafa fengið veirusýkingu.