Mjög kalt er í Noregi og að sögn norsku veðurstofunnar mun kuldakastið vara í að minnsta kosti viku til viðbótar. Miklum frosthörkum er spáð víða, sérstaklega í austurhluta landsins. Frostið geti mælst á bilinu 30-40 gráður fyrir sólarupprás.
Veðurstofan segir að kuldinn geti farið niður í mínus 20 gráður í Ósló á föstudag, en kaldara verði inn til sveita t.d. í Oppland og Hedmark.
Kuldakastið er hins vegar ekki óvenjulegt miðað við árstímann, þ.e. sé litið til síðustu 10 til 15 ára. Það vekur hins vegar athygli veðurfræðinga að kalda loftið kemur frá Síberíu og Rússlandi