Eftirlit á flugvöllum verði hert enn frekar

Þegar er búið að herða eftirlit á flugvöllum víða um …
Þegar er búið að herða eftirlit á flugvöllum víða um heim, m.a. á Logan-flugvellinum í Boston sem margir Íslendingar þekkja. Reuters

Búist er við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti muni greina frá því að eftirlit á flugvöllum verði hert til muna, en Obama hefur fundað með þjóðaröryggisráðgjöfum sínum og farið yfir stöðu öryggismála í kjölfar tilraunar Nígeríumanns til að granda farþegaþotu yfir Detroit á jóladag.

Forsetinn fór fram á að öll öryggismál á flugvöllum yrðu endurskoðuð sem og listar bandarískra yfirvalda yfir hættulega einstaklinga.

Nígeríumanninum tókst að koma sprengiefni um borð í flugvél á jóladag og gerði tilraun til að sprengja sig í loft upp er vélin bjó sig til lendingar.

Talsmaður Hvíta hússins segir að maðurinn hafi veitt upplýsingar sem hægt sé að bregðast við.

Tilræðið hefur leitt til þess að flugmálayfirvöld víða um heim hafa tekið öryggismál til gagngerrar endurskoðunar.

Búið er að herða allt eftirlit gagnvart farþegum frá 14 þjóðríkjum, þ.á.m. frá Nígeríu, Jemen og Sómalíu.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert