Barnahermenn aðlagast samfélaginu

Frá Nepal.
Frá Nepal. DESMOND BOYLAN

Um þrjú þúsund fyrrverandi barnahermenn, sem börðust fyrir Maóista í borgarastríði Nepals 1996 til 2006, eru nú byrjaðir að yfirgefa búðir á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem þeir hafa búið í síðustu þrjú árin.

Flestir þeirra eru nú orðnir fullorðnir, en sumir þeirra voru allt niður í þrettán ára gamlir þegar þeir gengu í raðir uppreisnarmanna og hafa aldrei fengið mikla formlega menntun á ævinni.

„Hendur mínar hafa bara verið þjálfaðar til þess að nota byssur," segir hinn 23 ára gamla Bhawana Chaudary, sem var bara 17 ára gömul þegar hún gekk í raðir hersins. ,,Ég hef gert það síðan í fór í stríðið. Það verður erfitt að aðlagast borgaralegu lífi eftir að hafa búið í búðunum."

Meira en 200 manns skiptu í dag yfir í borgaralegan klæðnað, úr því að klæðast bláum einkennisbúningum Frelsishers fólksins (PLA) og héldu svo heim á leið, eftir formlega athöfn við Sindhuli búðirnar í miðju landsins.

Þetta unga fólk er það fyrsta, af um 24 þúsund manns, sem yfirgefur svona SÞ-búðir eftir stríðið, en slíkar búðir eru á nokkrum stöðum í landinu og starfa samkvæmt friðarsamkomulagi frá 2006.

„Eftir miklar tafir  erum við loksins tilbúin til þess að útskrifa þessa fyrrverandi bardagamenn Maóista úr SÞ-búðunum. Það er áfangi fyrir friðarferlið í landinu," segir talsmaður friðarráðuneytis Nepals, við fréttamann AFP.

„Við vonum að það muni greiða leiðina fyrir því að endurhæfa og enduraðlaga Maóistana að samfélaginu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert