Skólum lokað vegna kulda

Börn í einstaka skóla í Noregi hafa verið send heima …
Börn í einstaka skóla í Noregi hafa verið send heima vegna kulda í skólanum. mbl.is / Rax

Kuldakastið í Evrópu veldur Norðmönnum erfiðleikum í daglega lífinu. Lestum seinkar og loka hefur þurft nokkrum skólum vegna kuldans. Hlý föt og hitaofnar rjúka út.

Kalt er um allan Noreg. Síðastliðna nótt var um 42 gráðu frost á nokkrum stöðum. Spáð er áframhaldandi frosthörkum á morgun.

Samgöngur ganga víða illa. Þannig ná lestirnar ekki að halda áætlun. Svo kalt hefur verið í vögnum að vatnið á salernunum hefur frosið.

Loka hefur þurft skólum vegna þess að ekki hefur tekist að halda nægum hita í skólahúsum. Nemendur eru þá sendir heim með verkefni.

Fólk reynir að bjarga sér. Þannig hafa hitaofnar rokið út og í gær voru þeir að verða uppseldir í Þrándheimi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert