Samgöngur í uppnámi vegna veðurs

Samgöngur eru víða í uppnámi í Evrópu vegna snjókomu og kulda. Fleiri hundruð flugferðum hefur verið aflýst, einkum í Þýskalandi, umferðarhnútar einkenna margar af helstu þjóðvegum Þýskalands og Frakklands. Lestarsamgöngur hafa einnig riðlast og rafmagn óstöðugt á sumum svæðum.

Þjóðverjar eru hvattir til að koma sér upp fjögurra daga matarbirgðum og lyfjum en hríðarbylur er á leiðinni þar. Stjórnvöld biðja alla þá sem ekki þurfa nauðsynlega að vera á ferðinni að halda sig heima við.

Í Frankfurt hefur yfir tvö hundruð flugferðum verið aflýst í dag og fjöldi annarra eru langt á eftir áætlun. Umferðin mjakast áfram um hraðbrautina, A5, milli Þýskalands og Frakklands en lögregla lokaði landamærunum um tíma vegna snjókomunnar.  

Í Bretlandi er von á því að það snjói áfram en veturinn er orðin sá versti í þrjátíu ár þar í landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert