Allir úlfar í sænskum dýragarði aflífaðir

For­svars­menn dýrag­arðs á Skáni í Svíþjóð neydd­ust til að af­lífa alla úlf­ana, sem voru í garðinum, 14 dýr alls. Varð þetta niðurstaðan eft­ir að nokkr­ir úlf­anna, þar á meðal for­ustu­úlfarn­ir, grófu sig út úr girðing­unni þar sem þeim var haldið.

Tveim­ur úlf­um tókst í gær að sleppa úr girðing­unni og þeir voru skotn­ir á flótta. Ann­ar þeirra var for­ustu­úlfynj­an. Ljóst þótti, að í kjöl­farið yrði al­ger upp­lausn í úlfa­flokkn­um í girðing­unni og var því gripið til þess að skjóta öll dýr­in. 

„Þetta er afar sorg­legt mál vegna þess að það er ekki auðvelt að byggja upp úlfa­flokk. Það tek­ur mörg ár. En ég tel að við höf­um gert rétt," hef­ur frétta­stof­an TT eft­ir Joh­an Lind­ström, for­stjóra dýrag­arðsins.

Dýrag­arður­inn var rýmd­ur í gær þegar úlfarn­ir sluppu úr girðing­unni. Um 80 dýra­teg­und­ir eru í garðinum, allt nor­ræn dýr, bæði tam­in og villt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert